Saumalíf

08 júní, 2006

UFO klár

UFO dagurinn í gær gekk bara vel og ég endaði á að framlengja hann fram á daginn í dag og klára blessað stykkið. Hér er árangurinn og myndin fyrir er á næsta bloggi fyrir neðan.

Ég hef verið að sauma helling með Anchor garni og mér líkar það vel, bæði er meiri glans á því og það er þjálla en DMC svo eru fallegir litir í því og oft virkar það hálfundarlega að breyta úr Anchor yfir í DMC t.d. Newton munstrunum. Ég fór að leyta og fann fínan seljanda á Ebay sem seldi mér allt settið af Anchor og síðan fann ég annan sem seldi mér box og plastspjöld undir garnið fyrir brot af því sem ég hefði þurft að borga hérna. Núna sit ég bara og læt mér hlakka til að fá þetta sent. Ég dunda mér bara við að sauma í "spirit og christmas" á meðan og gríp kannski í eitt eða tvö verkefni á markmiðalistanum líka.

2 Comments:

  • Vá, ekki smá afköst. Til hamingju með myndina. Er sammála með anchor vs. dmc. Hef átt í erfiðleikum með að svissa á milli.

    By Blogger Sonja, at 2:08 e.h.  

  • Vá þvílíkur dugnaður! Það er rosalega gaman að skoða bloggið þitt og sjáhvað þú hefur verið að gera. Til lukku með klárið og dugnaðinn :-D

    By Blogger Rósa, at 3:50 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home