Saumalíf

06 júní, 2006

UFO dagur

Ég er að hugsa um að vera jafn samviskusöm og síðasta þriðjudag og sauma í UFO verkefni, núna er það "computer wizard at work" sem er á dagskránni og í morgun leit hún svona út.

Ég hef líka verið að sauma í "spirit of christmas" og hún leit svona út í gærkvöldi

Það er rosalega gaman að sauma þessa mynd þó að grenið sé dáldið sundurlaust að sauma.

Annars er ég ennþá tölvulaus og síðustu fréttir eru að ég fæ vélina kannski á föstudaginn, það er óþolandi að vera tölvulaus og þurfa að vera í annara vélum. Ég vil bara fá mína vél aftur "grenj" en ég verð bara að bíða róleg.


0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home