Saumalíf

05 júní, 2006

Tvö jólatré

Ég er búin að vera tölvulaus síðan fyrir helgi, blessuð vélin mín hrundi og ég er ekki alveg viss hvað er í gangi. Annað hvort er hrundi Windowsið alveg eða diskurinn er steiktur en þetta fer að skýrast. Húni ætlar að reyna að setja hana upp aftur og ef það tekst þá er allt í lagi en annars þá þýðir þetta nýjann disk. Lyklaborðið er líka bilað svo það er nú eiginlega farið það fínasta úr blessaðri vélinni.
Ég hef annars verið á kafi í jólasaumaskap og kláraði tvö jólatré, annað svona lítið og krúttlegt á kort sem ég saumaði eitt kvöldið og sést hérna.


Hitt er ætlað á tösku eða poka sem ég ætla að sauma fyrir jólin.

Ég hef líka aðeins verið að sauma í Snapperville og það gengur ágætlega, ég er samt ekki alveg sátt við hörinn sem fylgdi með í pakkanum en vonandi verður þetta allt í lagi. Ég er líka byrjuð á enn einni jólamynd sem er búin að vera á dagskrá lengi og heitir "The spirit of chrismas" og er frá Lavender og Lace. Ég er búin með slaufuna efst í myndinni svo þetta fer vel af stað.

2 Comments:

  • Hmm I love the idea behind this website, very unique.
    »

    By Anonymous Nafnlaus, at 12:21 e.h.  

  • Looks nice! Awesome content. Good job guys.
    »

    By Anonymous Nafnlaus, at 5:47 f.h.  

Skrifa ummæli

<< Home