Saumalíf

01 júní, 2006

Jóla Jóla

Jól í Júlí eða svona næstum því, ég var rosaleg löt að sauma eitthvað jóladúllerí í fyrra fyrir jólin en núna þá er ég í jólaskapi amk hvað varðar saumaskapinn. Þetta er náttúruleg frekar undarlegt en ég sit hérna og sauma jólakort og jólaskraut og finnst það bara fínt.
Ég fór með Guðbjörgu að sækja saumavélina hennar á Selfoss í gær og við hittum Svandísi þar í sömu erindum , til lukku stelpur með nýju vélarnar og vonandi getum við haft saumavélahitting í framtíðinni.
Eftir að ég kom heim byrjaði ég á þessari jólakortamynd og kláraði hana áðan.

Annars er ég í einskonar sumarfríi núna, krakkarnir eru hjá pabba sínum og við Hákon og Húni erum bara ein heima. Einhver gæti nú haldið að þetta væri kjörinn tími til að koma öllu í röð og reglu og þrífa heimilið hátt og lágt en ég missi alveg allt jarðsamband þegar ég er svona ein heima og nenni ekki að gera neitt. Ég er rétt hálfnuð að sortera saumadótið mitt og restin af því flæðir hér um borð og bekki, ég nenni ekki að þrífa eða elda og ligg bara í leti og sauma út.
Ég verð nú sennilega að harka af mér um helgina og koma heimilinu í samt lag því krakkarnir koma heim í næstu viku og það er svona skemmtilegra að fjarlægja amk mesta ruslið og fylla á ískapinn.

1 Comments:

  • Greets to the webmaster of this wonderful site! Keep up the good work. Thanks.
    »

    By Anonymous Nafnlaus, at 5:47 f.h.  

Skrifa ummæli

<< Home