Saumalíf

17 júní, 2006

Nýtt klár

Ég er loksins búin að stinga Mini Christmas ligths eftir MP, það gekk bara vel þegar ég var komin af stað og ég get þá strikað eitt atriði út af markmiðum júnímánaðar hjá mér.
Annars gengur rólega með annað á þeim lista, ég hef verið á kafi í að sauma The spirit of Christmas og það er frekar tímafrekt, sértstaklega eftir að ég byrjaði á loðkantinum á jólasveinajakkanum. Ég set inn myndir seinna þegar ég fæ myndatöku.

08 júní, 2006

UFO klár

UFO dagurinn í gær gekk bara vel og ég endaði á að framlengja hann fram á daginn í dag og klára blessað stykkið. Hér er árangurinn og myndin fyrir er á næsta bloggi fyrir neðan.

Ég hef verið að sauma helling með Anchor garni og mér líkar það vel, bæði er meiri glans á því og það er þjálla en DMC svo eru fallegir litir í því og oft virkar það hálfundarlega að breyta úr Anchor yfir í DMC t.d. Newton munstrunum. Ég fór að leyta og fann fínan seljanda á Ebay sem seldi mér allt settið af Anchor og síðan fann ég annan sem seldi mér box og plastspjöld undir garnið fyrir brot af því sem ég hefði þurft að borga hérna. Núna sit ég bara og læt mér hlakka til að fá þetta sent. Ég dunda mér bara við að sauma í "spirit og christmas" á meðan og gríp kannski í eitt eða tvö verkefni á markmiðalistanum líka.

06 júní, 2006

UFO dagur

Ég er að hugsa um að vera jafn samviskusöm og síðasta þriðjudag og sauma í UFO verkefni, núna er það "computer wizard at work" sem er á dagskránni og í morgun leit hún svona út.

Ég hef líka verið að sauma í "spirit of christmas" og hún leit svona út í gærkvöldi

Það er rosalega gaman að sauma þessa mynd þó að grenið sé dáldið sundurlaust að sauma.

Annars er ég ennþá tölvulaus og síðustu fréttir eru að ég fæ vélina kannski á föstudaginn, það er óþolandi að vera tölvulaus og þurfa að vera í annara vélum. Ég vil bara fá mína vél aftur "grenj" en ég verð bara að bíða róleg.


05 júní, 2006

Tvö jólatré

Ég er búin að vera tölvulaus síðan fyrir helgi, blessuð vélin mín hrundi og ég er ekki alveg viss hvað er í gangi. Annað hvort er hrundi Windowsið alveg eða diskurinn er steiktur en þetta fer að skýrast. Húni ætlar að reyna að setja hana upp aftur og ef það tekst þá er allt í lagi en annars þá þýðir þetta nýjann disk. Lyklaborðið er líka bilað svo það er nú eiginlega farið það fínasta úr blessaðri vélinni.
Ég hef annars verið á kafi í jólasaumaskap og kláraði tvö jólatré, annað svona lítið og krúttlegt á kort sem ég saumaði eitt kvöldið og sést hérna.


Hitt er ætlað á tösku eða poka sem ég ætla að sauma fyrir jólin.

Ég hef líka aðeins verið að sauma í Snapperville og það gengur ágætlega, ég er samt ekki alveg sátt við hörinn sem fylgdi með í pakkanum en vonandi verður þetta allt í lagi. Ég er líka byrjuð á enn einni jólamynd sem er búin að vera á dagskrá lengi og heitir "The spirit of chrismas" og er frá Lavender og Lace. Ég er búin með slaufuna efst í myndinni svo þetta fer vel af stað.

01 júní, 2006

Jóla Jóla

Jól í Júlí eða svona næstum því, ég var rosaleg löt að sauma eitthvað jóladúllerí í fyrra fyrir jólin en núna þá er ég í jólaskapi amk hvað varðar saumaskapinn. Þetta er náttúruleg frekar undarlegt en ég sit hérna og sauma jólakort og jólaskraut og finnst það bara fínt.
Ég fór með Guðbjörgu að sækja saumavélina hennar á Selfoss í gær og við hittum Svandísi þar í sömu erindum , til lukku stelpur með nýju vélarnar og vonandi getum við haft saumavélahitting í framtíðinni.
Eftir að ég kom heim byrjaði ég á þessari jólakortamynd og kláraði hana áðan.

Annars er ég í einskonar sumarfríi núna, krakkarnir eru hjá pabba sínum og við Hákon og Húni erum bara ein heima. Einhver gæti nú haldið að þetta væri kjörinn tími til að koma öllu í röð og reglu og þrífa heimilið hátt og lágt en ég missi alveg allt jarðsamband þegar ég er svona ein heima og nenni ekki að gera neitt. Ég er rétt hálfnuð að sortera saumadótið mitt og restin af því flæðir hér um borð og bekki, ég nenni ekki að þrífa eða elda og ligg bara í leti og sauma út.
Ég verð nú sennilega að harka af mér um helgina og koma heimilinu í samt lag því krakkarnir koma heim í næstu viku og það er svona skemmtilegra að fjarlægja amk mesta ruslið og fylla á ískapinn.