Saumalíf

30 maí, 2006

UFO klár

Jæja loksins tókst mér að halda mig við UFO verkefni á tilætluðum degi og náði að klára tvö verkefni, annað er Kisumynd sem ég byrjaði á fyrir tveimur árum, ég breytti henni aðeins því að það sem er hvítt í myndinni átti að vera ósaumað en mér fannst það ekki koma vel út og fyllti uppí í staðinn.
Síðan harkaði ég af mér og stakk þetta pappa jólaskraut sem er búið að vera saumað síðan í fyrra og setti perlur í staðinn fyrir franska hnúta.

Ég er líka búin að klára að sauma Mini Christmas ligths og nú er bara að stinga hana, ég var ekki að fíla að sauma þessa mynd í Aida og saumaði hana í Jobelan í staðinn. Hér er myndin óstungin og það verður mikil breyting við að stinga hana, allar MP myndirnar eru eins og litaklessur þangað til maður stingur þær.

3 Comments:

 • Vá hvað þú ert búin að vera dugleg!!!
  Ég hefði ekkert á móti því að smitast aðeins af þessum dugnaði og eldmóðið ;)

  By Anonymous Nafnlaus, at 1:53 e.h.  

 • Eg segi nu bara, what!!!! Hvurs lags utsaums maskína ertu kona gód !!! Ég er ánægð með mín 20 spor á dag hehehehe....

  Frábær árangur hjá þér !!

  By Anonymous Nafnlaus, at 9:27 f.h.  

 • Hallo I absolutely adore your site. You have beautiful graphics I have ever seen.
  »

  By Anonymous Nafnlaus, at 5:47 f.h.  

Skrifa ummæli

<< Home