Long time no blog
Jæja ætli það sé ekki kominn tími á að blogga smá, ég er bara búin að vera svo upptekin af saumaskapnum að ég hef ekki nennt að skrifa neitt en núna er ég búin að taka myndir af því sem ég hef verið að sauma og hér eru myndir af því sem ég er búin að sauma í bútasaum í vetur.
Þessi quilt toppur var mystery quilt á http://www.quiltaholics.com en þar eru ca. fjórum sinnum á ári svona helgar verkefni þar sem vísbendingar eru birtar yfir heila helgi um hvernig á að sauma saman teppið og maður veit ekki fyrirfram hvernig það lítur út. Hálfum mánuði áður eru sett inn hvað þarf mikið af efni og hvernig á að skera það niður og svo er maður bara með þetta tilbúið þegar helgin kemur og saumar um leið og vísbendingarnar eru settar inn. Þetta er rosalega skemmtilegt og ég er búin að taka þátt nokkrum sinnum.
Þetta teppi var mystery á bútasaumlista sem ég er á og munstrið heitir Jacobs Ladder, ég saumaði þetta allt úr Thimbleberries efnum sem eru í miklu uppáhaldi hjá mér.
Þetta teppi er bjálkakofamunstur raða upp í svokallað Barn raising skipulag, ég fékk nokkur efni send sem ég var ekki neitt rosalega hrifin af en saman eru þau ansi góð.
Þetta er mystery af qulitaholics og átti að vera úr algjörlega mismunandi efnum sem tónuðu samt öll við efnið sem notað er utan um teppið.
Þetta teppi er mystery á sama lista og Jacobs ladder teppið. Þetta munstur heitir Snail Trail en er sett saman á pínulítið annan hátt en hefðbundin svona blokk.
Þetta teppi var mánaðar verkefni í Thimbleberries klúbbnum 2005, seinna teppið af tveimur í þeim klúbbi. Myndin er svolítið ljós en litirnir í þessu teppi eru mjög fallegir og gaman að sauma svona margar mismunandi blokkir í eitt teppi.
Þetta er ekki alveg fullklárað það vantar að setja á það loka bekkinn utanum teppið. Tíglarnir í þessu teppi eru saumaðir saman úr tómum afklippum, þessum sem maður hendir venjulega, ég hef verið að skoða síðuna hjá Bonnie Hunt á http://www.quiltville.com og hún er með rosalega mikið af góðum hugmyndum til að nýta afganga. Eiginlega verð ég alltaf hrifnari og hrifnari af svona "scrappy" teppum og er með nokkur í huga fyrir afgangana sem ég á eftir.
Núna er svo bara að fara að nota ofur saumavélina til að stinga alla þessa quilt toppa og klára dæmið.
Að lokum er hérna ein mynd af hjálparkokkunum við myndatökuna í action, en Hermann og Húni hjálpuðu til við að halda uppi teppunum fyrir myndatöku.
Næsti póstur verður síðan með myndum af því sem ég hef saumað í krossaumi undanfarið en ég eins og á eftir að koma í ljós hef ég verið með Michael Powell dellu.







Núna er svo bara að fara að nota ofur saumavélina til að stinga alla þessa quilt toppa og klára dæmið.
Að lokum er hérna ein mynd af hjálparkokkunum við myndatökuna í action, en Hermann og Húni hjálpuðu til við að halda uppi teppunum fyrir myndatöku.

5 Comments:
Jæja, var að skella inn nýrri færslu á bloggið mitt. Endilega skoða það. Og segðu líka Húna að fara að hafa samband í gegnum gmailið mitt.
By
Hrafnj, at 9:43 e.h.
Þetta er bara æðislegt hjá þér. Og dugnaðurinn. Á hverju ertu eiginlega, hehehe
Guðbjörg
By
Nafnlaus, at 10:03 e.h.
Þetta er ekkert smá flott hjá þér KONA :)
Go Ágústa !!!!!!
Kveðja Frá Frederiksberg
Lára aka Skvizan
By
Nafnlaus, at 10:16 e.h.
Þessi teppi eru geggjuð. Til hamingju með þau öll sömul. Greinilegt að þetta mystery dæmi er að svínvirka.
By
Sonja, at 1:35 f.h.
Very pretty site! Keep working. thnx!
»
By
Nafnlaus, at 5:47 f.h.
Skrifa ummæli
<< Home