Saumalíf

29 maí, 2006

Annað klár og verk í vinnslu

Ég hef nú aðeins tekið smá pásu frá MP myndunum og saumað annað, eitt stykkið var lítið kitt með Tom mouse sem ég fékk með einhverju blaði fyrir löngu síðan. Það er bara ansi sæt mynd svona kláruð og verður fín í kort.

Svo þegar ég var að fara yfir blöðin mín þá rakst ég á svo sæta Newton mynd og varð bara að sauma hana og er ansi ánægð með árangurinn.

Ég er líka með slatta af verkum í vinnslu og ætla að vera duglega að keyra þau áfram núna í júní, svo ég gerði lista yfir markmið júní mánaðar og hér eru þau.
 • Klára UFO kisuna
 • Klára UFO nornina við tölvuna
 • Klára að stinga UFO jólaskraut í pappa
 • Klára að stinga MP kirkjuna
 • Klára Mini Christmas ligths
 • Klára eldhúshandklæði
 • Klára Lickle Teddy kittið
 • Klára jólakortið úr pappanum
 • Koma Farmhouse myndinni í ca 50 %
 • Klára amk einn væng á álfamærinni
 • Klára þrjá hluta af Snapperville
 • Finna efni og merkja fyrir MS Twelf days of Christmas
 • Sauma amk nokkra spotta í ITAOAA
Það verður svo bara að ráðast hvað af þessu tekst og hvað flyst yfir í júlí.

2 Comments:

 • JáHá... Þetta eru samtals 13 verkefni - gott að hafa nóg að gera;)

  Ég var að byrja á nýrri mynd í gærkvöldi og ætla ég mér að vera búin með hana fyrir 12.júlí en þá kem ég til Íslands :)
  Ætla nefnilega að gefa föður mínum myndina í sumargjöf :)

  Annars segi ég bara.... Gangi þér vel með saumaskapinn!!

  By Anonymous Nafnlaus, at 1:23 e.h.  

 • What a great site, how do you build such a cool site, its excellent.
  »

  By Anonymous Nafnlaus, at 5:47 f.h.  

Skrifa ummæli

<< Home