Jæja loksins tókst mér að halda mig við UFO verkefni á tilætluðum degi og náði að klára tvö verkefni, annað er Kisumynd sem ég byrjaði á fyrir tveimur árum, ég breytti henni aðeins því að það sem er hvítt í myndinni átti að vera ósaumað en mér fannst það ekki koma vel út og fyllti uppí í staðinn. Síðan harkaði ég af mér og stakk þetta pappa jólaskraut sem er búið að vera saumað síðan í fyrra og setti perlur í staðinn fyrir franska hnúta.
Ég er líka búin að klára að sauma Mini Christmas ligths og nú er bara að stinga hana, ég var ekki að fíla að sauma þessa mynd í Aida og saumaði hana í Jobelan í staðinn. Hér er myndin óstungin og það verður mikil breyting við að stinga hana, allar MP myndirnar eru eins og litaklessur þangað til maður stingur þær.
Ég hef nú aðeins tekið smá pásu frá MP myndunum og saumað annað, eitt stykkið var lítið kitt með Tom mouse sem ég fékk með einhverju blaði fyrir löngu síðan. Það er bara ansi sæt mynd svona kláruð og verður fín í kort.
Svo þegar ég var að fara yfir blöðin mín þá rakst ég á svo sæta Newton mynd og varð bara að sauma hana og er ansi ánægð með árangurinn.
Ég er líka með slatta af verkum í vinnslu og ætla að vera duglega að keyra þau áfram núna í júní, svo ég gerði lista yfir markmið júní mánaðar og hér eru þau.
Klára UFO kisuna
Klára UFO nornina við tölvuna
Klára að stinga UFO jólaskraut í pappa
Klára að stinga MP kirkjuna
Klára Mini Christmas ligths
Klára eldhúshandklæði
Klára Lickle Teddy kittið
Klára jólakortið úr pappanum
Koma Farmhouse myndinni í ca 50 %
Klára amk einn væng á álfamærinni
Klára þrjá hluta af Snapperville
Finna efni og merkja fyrir MS Twelf days of Christmas
Sauma amk nokkra spotta í ITAOAA
Það verður svo bara að ráðast hvað af þessu tekst og hvað flyst yfir í júlí.
Hérna eru myndir af því sem ég hef klárað síðan ég koma heim af MP myndum, að vísu átti ég eina hálfsaumaða síðan 2003 en afturstingurinn stóð eitthvað í mér. Eftir þessa törn þá gæti ég stungið þessar myndir í svefni eða svona næstum því.Ég hef alltaf keypt myndir af MP á þessum þremur sýningum sem ég hef farið á og það var komin tími til að sauma úr einhverju af þessu. Fyrst eru mini Cottages fjórar myndir , þá myni ligthhouses þrjár myndir og að lokum tvær Feneyja myndir.
Jæja ætli það sé ekki kominn tími á að blogga smá, ég er bara búin að vera svo upptekin af saumaskapnum að ég hef ekki nennt að skrifa neitt en núna er ég búin að taka myndir af því sem ég hef verið að sauma og hér eru myndir af því sem ég er búin að sauma í bútasaum í vetur.
Þessi quilt toppur var mystery quilt á http://www.quiltaholics.com en þar eru ca. fjórum sinnum á ári svona helgar verkefni þar sem vísbendingar eru birtar yfir heila helgi um hvernig á að sauma saman teppið og maður veit ekki fyrirfram hvernig það lítur út. Hálfum mánuði áður eru sett inn hvað þarf mikið af efni og hvernig á að skera það niður og svo er maður bara með þetta tilbúið þegar helgin kemur og saumar um leið og vísbendingarnar eru settar inn. Þetta er rosalega skemmtilegt og ég er búin að taka þátt nokkrum sinnum.
Þetta teppi var mystery á bútasaumlista sem ég er á og munstrið heitir Jacobs Ladder, ég saumaði þetta allt úr Thimbleberries efnum sem eru í miklu uppáhaldi hjá mér.
Þetta teppi er bjálkakofamunstur raða upp í svokallað Barn raising skipulag, ég fékk nokkur efni send sem ég var ekki neitt rosalega hrifin af en saman eru þau ansi góð.
Þetta er mystery af qulitaholics og átti að vera úr algjörlega mismunandi efnum sem tónuðu samt öll við efnið sem notað er utan um teppið.
Þetta teppi er mystery á sama lista og Jacobs ladder teppið. Þetta munstur heitir Snail Trail en er sett saman á pínulítið annan hátt en hefðbundin svona blokk.
Þetta teppi var mánaðar verkefni í Thimbleberries klúbbnum 2005, seinna teppið af tveimur í þeim klúbbi. Myndin er svolítið ljós en litirnir í þessu teppi eru mjög fallegir og gaman að sauma svona margar mismunandi blokkir í eitt teppi.
Þetta er ekki alveg fullklárað það vantar að setja á það loka bekkinn utanum teppið. Tíglarnir í þessu teppi eru saumaðir saman úr tómum afklippum, þessum sem maður hendir venjulega, ég hef verið að skoða síðuna hjá Bonnie Hunt á http://www.quiltville.com og hún er með rosalega mikið af góðum hugmyndum til að nýta afganga. Eiginlega verð ég alltaf hrifnari og hrifnari af svona "scrappy" teppum og er með nokkur í huga fyrir afgangana sem ég á eftir. Núna er svo bara að fara að nota ofur saumavélina til að stinga alla þessa quilt toppa og klára dæmið. Að lokum er hérna ein mynd af hjálparkokkunum við myndatökuna í action, en Hermann og Húni hjálpuðu til við að halda uppi teppunum fyrir myndatöku.
Næsti póstur verður síðan með myndum af því sem ég hef saumað í krossaumi undanfarið en ég eins og á eftir að koma í ljós hef ég verið með Michael Powell dellu.
Klára UFO kisuna Klára að stinga UFO jólaskraut í pappa Klára tölvunornina Klára Mini Christmas ligths
Klára að stinga MP kirkjuna
Klára eldhúshandklæði
Klára Lickle Teddy kittið
Klára pappajólakort
Koma Farmhouse myndinni amk 50 %
Klára amk einn væng á álfamærinni
Klára þrjá hluta af Snapperville
Finna efni og merkja fyrir MS jólaSAL
Sauma amk nokkra spotta í ITAOAA