Loksins nýtt blogg
Jæja ég er sennilega að verða einn slappasti bloggari sem um getur, eina afsökunin sem ég hef í augnarblikinu er að A takkinn á lyklaborðinu mínu datt af um daginn og það er frekar leiðinlegt að skrifa svoleiðis.
En síðan ég skrifaði síðast er náttúrulega margt búið að gerast, til dæmis fór ég í vel heppnaða ferð til London með Hafrúnu og þar voru líka Ásta og Álfheiður systir hennar.
Tilgangurinn var að fara á handavinnusýningu en þar sem ég fór á svona sýningu í fyrra hélt ég að VISA kortið mitt yrði nánast óhult, en nei ég keypti örugglega meira en þær hinar til samans og meira að segja draslaði ég heim ferðasaumavél.
Það hefur svo sem verið draumur lengi að eignast svona vél sem er auðvelt að fara með með sér á milli staða og þessi uppfyllir alla mína drauma enda ekki nema 4 kíló, gripurinn heitir Janome Jem og virkar alveg þrælvel.
Ég endurnýjaði líka kynni mín af Michael Powell en myndir eftir hann eru ekki seldar hérna frekar en svo margt annað, en núna á ég sem sagt sennilega nánast helminginn af þeim myndum sem hann hefur gert og er meira að segja byrjuð á þessari.
Þegar ég kom heim þá fór ég að grennslast fyrir um hvort það væri séns að fá bútasaumsfót á ferðavélina þar sem ég gleymdi að sjálfsögðu að kaupa svoleiðis á sýningunni, þessi könnun hjá mér endaði á því að ég fann umboð fyrir Janome á Íslandi og það sem meira er þeir voru með draumavélina mína til sölu. Auðvitað stóðst ég ekki mátið og fjárfesti í þessari elsku sem gerir allt sem maður getur hugsað sér og meira til. Til að réttlæta kaupin þá er ég alveg að hætta að reykja og sparnaðurinn af því fer í að borga vélina eða þannig.
Síðustu helgi fór ég svo í bústað með Sissú, Eddu, Steinu og Svandísi, að vísu var ég bara á laugardeginum en þetta var alveg frábært og ég held að ég hafi fengið besta mat sem ég hef smakkað þarna enda er Sissú listakokkur.
Núna er planið sem sagt að vera dugleg að sauma í MP myndinni og ITAOAA er á hold í bili, svo náttúrulega er bútasaumurinn líka á dagskrá og ég er að nota alla afganga núna til að búa til ekta bútateppi.
En síðan ég skrifaði síðast er náttúrulega margt búið að gerast, til dæmis fór ég í vel heppnaða ferð til London með Hafrúnu og þar voru líka Ásta og Álfheiður systir hennar.
Tilgangurinn var að fara á handavinnusýningu en þar sem ég fór á svona sýningu í fyrra hélt ég að VISA kortið mitt yrði nánast óhult, en nei ég keypti örugglega meira en þær hinar til samans og meira að segja draslaði ég heim ferðasaumavél.
Það hefur svo sem verið draumur lengi að eignast svona vél sem er auðvelt að fara með með sér á milli staða og þessi uppfyllir alla mína drauma enda ekki nema 4 kíló, gripurinn heitir Janome Jem og virkar alveg þrælvel.
Ég endurnýjaði líka kynni mín af Michael Powell en myndir eftir hann eru ekki seldar hérna frekar en svo margt annað, en núna á ég sem sagt sennilega nánast helminginn af þeim myndum sem hann hefur gert og er meira að segja byrjuð á þessari.
Þegar ég kom heim þá fór ég að grennslast fyrir um hvort það væri séns að fá bútasaumsfót á ferðavélina þar sem ég gleymdi að sjálfsögðu að kaupa svoleiðis á sýningunni, þessi könnun hjá mér endaði á því að ég fann umboð fyrir Janome á Íslandi og það sem meira er þeir voru með draumavélina mína til sölu. Auðvitað stóðst ég ekki mátið og fjárfesti í þessari elsku sem gerir allt sem maður getur hugsað sér og meira til. Til að réttlæta kaupin þá er ég alveg að hætta að reykja og sparnaðurinn af því fer í að borga vélina eða þannig.
Síðustu helgi fór ég svo í bústað með Sissú, Eddu, Steinu og Svandísi, að vísu var ég bara á laugardeginum en þetta var alveg frábært og ég held að ég hafi fengið besta mat sem ég hef smakkað þarna enda er Sissú listakokkur.
Núna er planið sem sagt að vera dugleg að sauma í MP myndinni og ITAOAA er á hold í bili, svo náttúrulega er bútasaumurinn líka á dagskrá og ég er að nota alla afganga núna til að búa til ekta bútateppi.
5 Comments:
Þessi vél er geggjuð!!!!!!
Og gaman að sjá loksins blogg frá þér. Hér er eitt pestarbæli, allir orðnir veikir nema karítas :-/
Ég sem að ætlaði að reyna að kíkja á þig á morgun í staðinn, en það verður líklega ekkert úr því. Sjáum til bara.
By
Litla Skvís, at 9:37 e.h.
gaman að sjá þig blogga aftur :-) Þetta er rosa flott saumavél! Já og til hamingju með að vera hætt að reykja! Það er nú ágætis árangur :-D
By
Rósa, at 8:30 f.h.
flott vél og já London er æði
By
Hafrún Ásta, at 1:26 e.h.
Hmmm.... Er A takkinn ennþá bilaður ;)
Hehehe
By
Nafnlaus, at 10:41 f.h.
Nice! Where you get this guestbook? I want the same script.. Awesome content. thankyou.
»
By
Nafnlaus, at 12:21 e.h.
Skrifa ummæli
<< Home