20 febrúar, 2006
14 febrúar, 2006
Tvö ár í dag

11 febrúar, 2006
Klukk frá Lindu og fleira
- Börnin mín stór og smá, ég gæti ekki verið án þeirra og þau gefa lífi mínu gleði og lit.
- Minn heittelskaði, væri alveg ómöguleg án hans enda leitun að betri manni.
- pjakkurinn minn, hann er bara ómissandi partur af fjölskyldunni
- Saumaskapurinn, gæti ekki hugsað mér að sitja auðum höndum.
- Bækur, þær hafa fylgt mér eins og skugginn síðan ég man eftir mér
Kveðjuklúbburinn hjá Láru var alveg frábær og gaman að hitta allar stelpurnar og ekki sakaði að vera boðið upp á þessar frábæru veitingar sem Lára og mamma hennar höfðu útbúið.
Hafrún smitaðist af englaáráttunni fyrir fullt og allt og ætlar að sauma ITAOAA líka en við Rósa ætlum að vera í SAL með hann.
Rósa ég legg til að Mánudagskvöld verði uppfærslukvöld á framförum í englinum, hvernig líst þér á það?
Annars er barnlaus helgi hér á bæ og við skötuhjúin liggjum í leti og höfum það gott, ég er með nýjustu Kay Scarpetta bókina í spilaranum og svo eigum við eftir að horfa á einhvern slatta af 24 þáttunum.
07 febrúar, 2006
LOKSINS
Annars líst mér rosalega vel á hugmyndina hjá Rósu Tom að við séum í SAL með ITOOAA og mér finnst að við ættum að hafa vikulegt stöðumat með myndum. Rósa hvaða dag villt þú hafa?
En nú er 24 að byrja svo ég er farin að glápa á TV
06 febrúar, 2006
Myndir loksins


Bókhald, saumaskapur og annað fróðlegt
Saumaskapurinn gengur bara nokkuð vel og pilsið í englinum er að byrja að taka á sig mynd. Þar sem ég er með öllu óhæf í að taka myndir, þá bíða myndatökur eftir því að myndavél heimilisins og myndatökumaður skili sér í hús.
Ég var orðin svo leið á skeggi jólasveinsins í jólamyndinni að ég hef ekki ennþá nennt að setja á hana tölur en vonandi get ég hert mig upp í það fljótlega.
Í gærkvöldi var ég að horfa á hluta af fyrstu seríunni í Desperate Housewives, ég er svo aftarlega á merinni að ég er ekki búin að horfa á þann merka myndaflokk ennþá en ég verð að viðurkenna að þessir þættir eru snilld.
Bree hin fullkomna húsmóðir vekur nánast hjá mér lotningu fyrir heimilishald ef maður lítur framhjá því að fjölskyldan þolir hana ekki og aumingja mamman með alla krakkahrúguna á alla mína samúð. Ég hef nefnilega verið í hennar sporum og veit að það er ekki neitt grín, að vísu verð ég að mínusa frá minni reynslu snobbhús í úthverfi og fullar hendur fjár en það skiptir nú svo sem ekki öllu máli.
Ég bíð ennþá eftir pöntuninni minni frá The Silverneedle og vonandi fer hún að skila sér, þetta er búið að vera svo lengi á leiðinni að ég er viss um að eitthvað í pakkanum kemur mér á óvart því ég veit ekki hvað var til af því sem ég pantaði og hvort ég fæ annað svipað í staðinn.
En nú er framundan rólegt saumakvöld með góðri hljóðbók eða kvikmynd svo ég er bara hæstánægð með lífið.
05 febrúar, 2006
Meira um barnaland
Mér var bent á að í kjölfar þess að barnalandskonur fóru að skoða bloggið mitt þá hafi þessi einstaklingur reiðst og stofnað sérstakann lið á sínu bloggi um barnaland.
Ég leit sem snöggvast yfir þetta og ég er ekki reið, ég er sorgmædd, þarna er að finna ótrúlegust samsuðu veruleika og ýmundunar þar sem látið er líta út fyrir að hinir og þessir hafi hótað og skrifað skilaboð, það er hægur vandi fyrir þá sem þekkja eitthvað af sínum skrifum þarna að sjá að bætt hefur verið við og tekið út eftir hentugleika, eða skeytt saman ólíklegustu hlutum til að fá út eitthvað sem er aðeins í hugarheimi höfundar bloggsins. Það má flestum vera ljóst að þarna er um geðræn veikindi að ræða, ekki ætla ég að leggjast svo lágt að fara að linka á þetta og hvet alla sem lesa að halda stillingu sinni því fólk getur ekki gert að því að vera haldið sjúkdómum sama hvort sem þeir herja á líkama eða sál.
Það sem þessi einstaklingur spinnur í sínum hugarheimi hefur hvorki með mig eða Barnaland að gera og þó ég sé sár yfir að mér sé blandað inn í þetta þá geri ég meir grein fyrir að ég mun engu breyta, þar sem kurteislegum beiðnum mínum hefur verið hafnað.
Öllu verra þykir mér þó að sjá á heimasíðu þeirrar ágætu konu Láru Stefánsdóttur að hún nýtir sér veikindi þessa einstaklings til að árétta sínar skoðanir á Barnalandi. Mín vegna er Frú Láru frjálst að hafa allar þær skoðanir sem hún vill en finnst lágt lagst að vitna í máli sínu til stuðnings þá hugarsmíð sem þarna er að finna, það getur öllum sem vilja verið ljóst að Barnaland hefur hvergi komið við sögu í því hvernig veikindum þessa einstaklings er háttað.
Barnaland hefur nánast verið í umsátri frá umræddum einstakling um nokkurra mánaða skeið, þar sem notendur hafa þó yfirleitt látið viðkomandi í friði í ljósi veikinda hans.
Að notfæra sér bágindi annara og gera þá að leiksoppi er ekki fallegt og mér finnst þetta bara fallið til þess að auka enn erfiðleika og vansæld viðkomandi.
Barnaland, saumaskapur og fleira
Ég hef nú um nokkurra mánaða skeið stundað vefinn Barnaland og þá eingöngu umræðuna sem er undir liðnum annað, sem er ætlaður fyrir aðrar umræður en þær sem tengjast beint börnum og meðgöngum þar sem ég er nú á þeim stað í lífinu að hafa hvorki ung börn eða óléttur til að ræða um.
Ástæðan fyrir að Barnaland varð fyrir valinu er að mig langaði að prófa að vera á spjallborði þar sem kynsystur mínar væru í meirhluta og ekki allt fullt af karlmönnum sem ekki hafa lært lágmarks kurteisi í samskiptum við hitt kynið.
Mér leiddist dálítið á þessum tíma og fannst þetta tilvalin afþreying. Til að byrja með þá sá ég að mér fannst töluvert af svokölluðum skítkast umræðum, en þegar ég fór að skoða betur þá kom í ljós að flestar umræður þarna voru um ýmsa dægrastyttingu og málefni líðandi stundar. Þó ég hafin engann áhuga á frægu fólki, Idoli, sápuóperum eða slíku hef ég nú samt sem áður fundið ýmislegt áhugavert til lestrar.
Af og til koma þarna inn nýir meðlimir sem virðast hafa það eitt á stefnuskránni að valda leiðindum og ausa úr þeim forarpytti sem innra með þeim býr, þetta er þó langoftast stoppað af notendum og þessi nikk hverfa til síns heima og sjást aldrei meir.
Þegar maður stundar opið spjallborð leynist auðvitað innan um fólk sem á ekki erindi á þann vettvang en því miður er erfitt að stemma stigu við því þar sem vefurinn er opin þeim sem vilja.
Í pistli á bloggi sínu í gær gerir sú mæta kona Harpa Hreinsdóttir Barnaland að umtalsefni og líkir notendum við meðvirka einstaklinga. Ég er nú ekki alskostar sammála þessu en ef við notum þessa líkingu, þá vil ég meina að það kunni ekki góðri lukku að stýra að leyfa alkanum að stórna “heimlinu” og heimilismenn þurfi jafnvel að flýja undan ofbeldi hans.
Betra er að sitja sem fastast og vísa alkanum á dyr og taka ekki þátt í framferði hans, það stjórnar nefnilega enginn alka í drykkju en aðstandendur geta stjórnað sér sjálfir og látið framferði hans ekki skemma fyrir sér.
Nafnleyndin hefur líka verið til umfjöllunar á fleiri en einum stað og mig langar að grípa í þá samlíkingu að þó maður skemmti sér á samkomu með vinum og kunningjum og þeir viti deili á manni, þá myndi maður ekki rétta ofbeldismanni sem ryddist þar inn nafn sitt og símanúmer. Enginn með fullu viti myndi bjóða uppá að slíkur maður væri að venja komur sínar heim til manns og vissi á manni full deili.
Fyrir mér þýðir nafnleynd ekki að ég geti sagt hvað sem er, heldur eingöngu verndar hún mig eða gerði það allavega fram að þessu fyrir þeim sem kjósa að vera með persónulegar árásir. Nafnleyndin þarna gerir líka konum í erfiðum aðstæðum í lífinu kleyft að bera sín vandamál upp og ná tengslum við aðrar konur sem hafa gengið í gegnum það sama.
Þar sem ég lenti í klónum á einum slíkum ofbeldissegg sem venur komur sínar á þennan spjallvef undir hinum ótrúlegustu nikkum og virðist hafa um mig ýmsar upplýsingar hef ég kosið að taka ótímabundið ekki þátt í spjallinu. Þetta geri ég til að hlífa mér og mínum við að vera útvarpað á netið undir dylgjum og róg sem eru sprottnar af annarlegum hvötum. Ég stjórna ekki því sem aðrir gera en get stjórnað sjáfri mér og það má líkja því við að ég hafi neyðst til að yfirgefa samkvæmið vegna árásar ofbeldismanns sem lætur sér ekki segjast og tekst að komast inn aftur og aftur. Þetta er að vissu leyti uppgjöf og viðurkenning á því að alkinn hafi yfirtekið heimilið en þegar maður á í höggi við þráhyggju og andleg mein þá er skynsamlegra að vægja og bíða eftir betri tíð.
Það sem stendur uppúr hjá mér eftir þessa Barnalandsveru mína er þakklæti, ég hef orðið mun auðmjúkari og gert mér betur grein fyrir láni mínu í lífinu.
Þær ber kannski ekki alltaf hæst á vefnum þessar hvunndagshetjur sem þarna eru og hafa deilt með okkur á vefnum sögu sinni og erfiðleikum. Að lesa hreinskilnar frásagnir kvenna sem hafa staðið uppi sterkari en áður eftir ótrúlegt ofbeldi, missi, veikindi og misnotkun er fyrir mér dæmi um að það er hægt að sigrast á ótrúlegustu hlutum, hvort sem um er að ræða ofbeldi, fátækt eða veikindi. Þessum konum er ég ólýsanlega þakklát fyrir að hafa deilt með mér reynslu sinni, styrk og vonum og mér finnst ég í sanni geta sagt að þeirra innlegg hafi vakið mig til umhugsunar um marga hluti.
Að lokum má ekki gleyma þeim í “heilögu klíkunni” og öðrum þeim sem hafa með sínum húmor og sprelli skemmt mér og lyft mér upp þegar ég hef verið þjökuð af leiða og kvíða. Það er stundum ágætt að sprella og spauga af lítilli alvöru þó maður sé komin á minn “háa” aldur og fær mann til að gleyma um stund leiðindum og vandmálum sem á manni hvíla.
En snúum okkur að saumaskapnum, þar sem ég hef náttúrulega ekki hangið á netinu undanfarið þá gengur In the arms of an angel bara nokkuð vel, ég er að sauma í rauða hlutann af pilsinu á kjólnum hennar og það er nú held ég leiðinlegasti hlutinn, vegna þess hversu sundurslitinn hann er.
Ég þarf líka að fara að draga upp Natures Home og sauma smá í það svo það endi ekki sem 10 ára UFO ofaní skúffu.
02 febrúar, 2006
Leynisal og fleira
Ég er alveg á réttu róli með Leynisal 4 og það er fyrsta leynisalið sem ég afreka það með, þetta er rosalega falleg mynd og gaman að sauma hana og nú bíð ég bara spennt eftir næsta miðvikudegi.
Ég byrjaði síðan á nýrri mynd í vikunni en það er In the arms of an angel en hún er búin að vera lengi á dagskrá hjá mér. Ég átti rétt efni í hana en það er Belfast hör 32ct sem heitir Willow green, eina sem ég hef verið að spá í er að það eru bara tvær tommur frá brún á öllum hliðum en það sleppur vonandi.