Saumalíf

23 janúar, 2006

Loksins loksins

Jæja þá er komið að því, ég er að fara að blogga aftur. Veit ekki alveg hvað skeði nema þá bara almenn lægð bæði í saumaskapnum og öllu öðru.

Ég get með mikilli ánægju tilkynnt að vera komin upp úr saumalægðinni en vantar ennþá smá tiltektarsprautu, sem þýðir með öðrum orðum að ég hef mun meira gaman af því að sauma en að taka til þessa dagana.
Ég er að sauma Christmas Stack frá Waxing Moon og það gengur mjög vel, er langt komin og það sem er skemmtilegast er að þetta er saumað með mislitu GAST garni.
Ég er líka komin með æði fyrir þessu garni og því frá Weeks Dye Works og er búin að kaupa slatta af þessu. Ég var svo lúsheppin að Hákon fór í smá ferðalag þegar hann var í Kanada og fór akkúrat í bæ þar sem var þessi fína saumabúð, ég sendi hann að sjálfsögðu með lista sem kann uppfyllti samviskusamlega.

Svo fékk meðal annars að kaupa mér saumadót í jólagjöf frá Hákoni og pantaði á gamlársútsölunni hjá Silverneedle en það bólar ekki neitt á þeirri sendingu ennþá en í henni er allt garnið fyrir Snapperville og Mill Hill kitt ásamt fyrstu nálarúllunni sem ég ætla að sauma.

Annars þá er ég að byrja í Thimbleberries klúbbnum hjá Virku og það er mjög spennandi, ég er líka að fara að setja upp hugbúnað til að hanna mín eigin blokkir og teppi og það verður eflaust gaman.
Verst að maður skuli þurfa að elda og þrífa og þvo líka en geti ekki bara legið í sauma svalli alla daga.

Annars þarf ég að vera duglegri að drífa mig út og heimsækja t.d. Lindu, ætlaði að kíkja á hana um helgina en það voru allir svo lasnir hérna að ég vildi ekki fara en bæti það upp fljótlega.
Ég afrekaði að fara í leikhús um helgina og sá Naglinn eftir Jón Gnarr sem var ansi skemmtilegt og maður fékk svona annan vinkil á reynsluheim karla eða þannig.

Myndavél heimilisins er týnd í augnarblikinu en ég set inn mynd af jólastaflanum þegar hún finnst.