Saumalíf

16 nóvember, 2005

Bútasaumur og meiri bútasaumur

Núna hef ég verið alveg á fullu í bútasaumnum eftir langt hlé og fyrir utan teppið sem ég kláraði um daginn var ég að klára annað sem ég átti hálfsaumað, á eftir set ég border (man allsekki hvað þetta heitir á íslensku) utan um annað sem ég var búin að efna niður í og þá verður það búið líka. Ég er að reyna að hafa svona UFO viku í bútasaumnum og þetta gengur bara vel. Svo er ég líka að sauma Mill Hill vettlinga og er á þeim fimmta og hann er langt kominn. Mig er bara farið að sárvanta myndavél til að geta sett myndir af afrekunum á vefinn. Smá fúlt svona að geta ekki montað sig aðeins. Svo verð ég að komast í færi við einhverja góða konu sem kann að stinga svona teppi tími alls ekki að kaupa vinnu á þetta alltsaman. En vonandi getur einhver sýnt mér þetta ég veit svona nokkurnveginn hvernig þetta er gert en ég þarf bara að sjá þetta til að geta haldið áfram sjálf og svo eru þessi teppi svo stór að það er á mörkunum að þau komist í vélina mína en þetta kemur allt í ljós.

10 nóvember, 2005

Teppið búið

Jæja þá er bútasaumsteppið búið, þetta er svona leyni munstur svipað og í krossaumnum nema allar vísbendingarnar koma á einni helgi. Að vísu þá gerði ég þetta teppi á lengri tíma en það gerir ekki neitt til. Við Guðbjörg hittumst einn sunnudaginn og völdum ýmis efni í teppin okkar og ég er bara sátt og hlakka til að sjá hvernig hennar kemur út. Ég er búin að taka mynd af herlegheitunum en það er frekar erfitt því þetta er svo stórt. Ég þarf svo að stinga þetta við tækifæri en ég kann það ekki ennþá svo það getur orðið bið á því, þetta er sem sagt bara toppurinn óstunginn en ég get líka látið stinga þetta fyrir mig eins og ég gerði með stóra rúmteppið.

Ég er líka búin með þriðja Mill Hill vettlinginn og er byrjuð á þeim fjórða, þetta eru ótrúlega skemmtileg smáverkefni og maður er fljótur að klára einn svona vettling.

09 nóvember, 2005

Vettlingar og skírn

Jæja þá er ég búin með tvo Mill Hill vettlinga og er byrjuð á þeim þriðja. Markmiðið er að klára ca 6 fyrir þessi jól einn handa hverju barni og tengdabarni. Spurning um að bæta þeim sjöunda við svo litli bróðir þeirra fái líka vettling, mér finnst amk gaman að því að öll systkinin eigi eins og svo bæti ég bara við eftir því sem mér áskotnast tengdabörn.

Það var stór dagur hjá krökkunum mínum á sunnudaginn, litli bróðir þeirra var skýrður og fékk nafnið Eysteinn Örn og ég óska Jóhannesi og Siggu innilega til hamingju með nafnið á litla snáðanum.
Hér að neðan er mynd sem var tekin af öllum systkinunum í skýrnarveislunni og mér finnst þetta nú vera nokkuð góður hópur.

Annars er ég búin að vera á kafi í að sauma bútasaumsteppi, þetta er svona weekend mystery quilt sem er á einum bútasaumslistanum sem ég er á. Að vísu tekur þetta nú meira en helgi hjá mér en þokast áfram. Ég stefni á að klára ekki seinna en um næstu helgi og þá tek ég mynd af herlegheitunum.

03 nóvember, 2005

Haustið búið

Jæja þá er ég búin með haust myndina frá Mill Hill, það stóð að vísu autumn á hen
ni en Linda reddaði nýjum stöfum fyrir mig svo ég gat saumað haust í staðinn.

Núna er ég að byrja á Cristmas stack og vá hvað það er skrítið að sauma í efni aftur í staðinn fyrir pappa. Ég er reyndar líka byrjuð á einum Mill Hill vettling svona til að missa ekki alveg æfinguna en ég er búin að gera átta Mill Hill kitt núna í einum rikk og hef nánast bara saumað í pappa í mánuð eða meira. Það er semsagt kominn tími á að gera annað líka og ég er bara að bíða eftir GAST litunum frá Sewandso en mér finnst þeir vera svolítið lengi á leiðinni. Svo er náttúrulega afmælishittingur hjá Hafrúnu í kvöld sem ég mæti í enda alltaf jafn gaman að hitta saumafélagana úr Allt í Kross klúbbnum.

02 nóvember, 2005

Mill Hill vandræði

Ég er að sauma Mill Hill eins og venjulega en lenti í því að rífa pappann, þetta var 4 x 4 reitur sem fór og ég reyndi að líma bitann aftaná en það var ekki alveg að ganga. Ég átti aukapappa og prófaði að klippa út smá bút og leggja á bakvið og þá gekk þetta upp, en þetta er samt ekki alveg perfect og auðvitað er ég þarafleiðandi ekki nógu ánægð. Ég veit að það á enginn eftir að sjá þetta nema ég en vonandi gleymi ég þessu bara með tímanum.
Næst á dagskránni er að hvíla sig á Mill Hill nema kannski vettlingunum sem ég keypti, er að pæla í að sauma Christmas Stack myndina sem ég keypti í London en hún er nánast öll saumuð með mislitu garni og mig hlakkar til að prófa að sauma svona stóra mynd með svoleiðis garni, ég er bara að bíða eftir að fá þessa þrjá liti sem mig vantaði af GAST litum og þá get ég byrjað.