Myndir

Nú er ég byrjuð á haustmynd frá Mill Hill svona sem tilbreytingu frá jóladótinu og það er bara gaman að sauma með smá haustlitum.
Nú er ég byrjuð á haustmynd frá Mill Hill svona sem tilbreytingu frá jóladótinu og það er bara gaman að sauma með smá haustlitum.
Ég keypti alveg helling af mynstrum, Mill Hill kittum, efnum og svo náttúrulega föt og jólagjafir og svona.
Annars er hætt að leka hérna og af einhverjum undarlegum ástæðum þá fóru ofnarnir að hitna um leið og lekinn hafði verið stoppaður. Ég á seint eftir að botna í svona pípulögnum en er bara kát með að það sé kominn hiti sama hver ástæðan er.
Ég var byrjuð á kitti frá Mill Hill sem heitir Henriettas Harvest núna fyrr í haust en lagði það frá mér en ákvað að taka það fram aftur og reyna að klára gripinn og hér sést stöðumynd í gærkvöldi.
Ég reyndar vakti aðeins frameftir í gær og er núna búin með maískornin og hornreitina líka og þetta er alveg verulega flott mynd. Svo er hænan henríetta í miðri myndinni og ég ætla að sauma í hana í dag. Ég er líka búin að vera dugleg að hlusta á hljóðbækur á meðan ég sauma og er núna að hlusta á London Bridges eftir James Patterson. Þetta er Alex Cross bók og hún er bara nokkuð góð þó hún sé ekki sú besta sem ég hef heyrt eftir hann. Mitt uppáhald eru "Roses are Red" og "Violets are blue" tvennan sem var hörkuspennandi. Ég heyrði líka um daginn "4th of July" eftir sama höfund sem er fjórða bókin í flokki um lögreglukonuna Lindsay Boxer og sú sería lofar góðu. Annars á ég eftir að hlusta á fullt af góðum bókum og næst á dagskránni er held ég seinni bókin um Abarat en sú fyrri var þrælgóð og ég hlakka til að heyra þessa.
Eftir að ég kláraði þetta þá byrjaði ég á einu enn Mill Hill kitti sem heitir I love Christmas en ég ætla nú að íslenska það og var bara að hugsa um Gleðileg Jól eða eitthvað svoleiðis en allar hugmyndir eru vel þegnar. Ég tók stöðumynd af gripnum og finnst ég bara vera búin með nokkuð mikið síðan í gærkvöldi enda gengur saumaskapurinn vel á meðan ég hlusta á þessa eðalbók sem ég er með í spilaranum.